Um þjónustu Neytandans

Skráðir notendur Neytandans senda afrit af strimlum/kvittunum. Neytandinn safnar gögnum af þessum strimlum/kvittunum og myndar úr þeim upplýsingagrunn um verslanir, vörur og verðlagsþróun.

Almennir notendaskilmálar

Samskipti vafra við vefsvæðið neytandinn.is eru dulkóðuð.

Persónugreinanlegar upplýsingar í algeru lágmarki

Við skráningu gefa notendur upp netfang sitt sem verður auðkenni viðkomand i samskiptum við Neytandann.

Til að geta átt samskipti við notendur óskar Neytandinn eftir netfangi, sem í sumum tilvikum getur verið persónugreinanlegt (notendur geta þó valið að nota ópersónugreinanlegt netfang). Ef notendur nota ópersónugreinanlegt netfang þá hefur Neytandinn engar persónugreinanlegar upplýsingar undir höndum um notendur.

Aðgangur

Notendur geta lokað aðgangi sínum hvenær sem er og án sérstakrar tilkynningar. Öll lykilorð eru dulkóðuð í kerfum Neytandans.

Notkun upplýsinga

Notendur Neytandans hafa aðgang að upplýsingum sem fram koma á innsendum strimlum/kvittunum. Neytandinn nýtir innsendar upplýsingar einungis á ábyrgan, öruggan, og siðlegan hátt.

Gildistími og breytingar á skilmálum

Þessir almennu skilmálar Neytandans gilda frá og með 1. janúar 2017 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

Neytandinn hefur heimild til að breyta Almennum notendaskilmálum þessum og tilkynna um breytinguna án tafar á vefsíðu sinni. Með því að stofna aðgang og/eða nota þjónustu Neytandans samþykkja notendur Almenna notendaskilmála Neytandans eins og þeir eru á hverjum tíma.

Ekki hika við að hafa samband á neytandinn@neytandinn.is ef það vakna einhverjar spurningar um öryggismál eða meðferð upplýsinga.