Strimillinn
Náðu tökum á innkaupakörfunni!

Strimillinn er ókeypis vefur og app sem hjálpar einstaklingum að halda utan um öll sín innkaup, samhliða því að galopna upplýsingar um verðlag og vöruframboð á Íslandi.

Skráðu strimlana þína á strimillinn.is og þú færð sjálfkrafa yfirlit yfir þína eigin neyslu og gagnlegar ábendingar og tilboð sem samræmast innihaldi innkaupakörfunnar þinnar.

Hvernig virkar þetta?

Strimillinn app
Þú notar appið til að skanna strimlana þína
Unnar upplýsingar
Við vinnum úr strimlunum upplýsingar um verðlag, vörur og verslanir
Gagnlegt yfirlit
Þú færð gagnlegt yfirlit yfir þín innkaup á Strimillinn.is og í appinu

Betri upplýsingar - upplýstari neytendur

Karfa
HVAR Á ÉG AÐ VERSLA?
Hvar fást vörurnar sem ég kaupi? Hvar eru þær ódýrastar? Hvað hefði innkaupakarfan mín kostað í annarri verslun?
Línurit
ÞRÓUN VERÐLAGS
Hvernig er verðlagið að þróast? Hvað hefur áhrif á það? Þiggjum strimilinn, söfnum gögnum og fylgjumst með verðlagsþróun.
Strimlar
ÞÍN INNKAUPASAGA
Þú heldur á einfaldan hátt utan um hvað þú verslar, hvar og hvenær
Sameining
SAMEIGINLEGUR HAGUR
Saman getum við fylgst með verði á allri dagvöru, allstaðar og hjálpumst að við að koma upplýsingum upp á yfirborðið.

Hvað fæ ég?

Þú getur nú þegar séð hvar og hvenær þú verslar.

Næst koma ábendingar um bestun á innkaupakörfunni þinni, samanburður milli verslana og upplýsingar um hagstæðustu tilboðin á þínum vörum er að finna.

Svo koma lífsstílstengdar upplýsingar t.d. næringarinnihald vara, upplýsingar um hvort þær innihalda MSG, hnetur og laktósa, eru erfðabreyttar, hvar þær eru framleiddar o.s.frv. o.s.frv.

Strimillinn demo

Hvernig sendi ég inn strimla?

 • 1. Sæktu appið
 • 2. Skráðu þig inn
 • 3. Taktu mynd af strimlinum
  • Aðeins einn strimill í einu
  • Allur strimillinn verður að vera í mynd en vertu eins nálægt og þú getur
  • Reyndu að hafa bakgrunninn eins einsleitan og mögulegt er
 • 4. Hátæknimaskínan tekur á móti strimlinum og les úr honum
 • 5. Þú skráir þig inn á strimillinn.is og færð yfirlit yfir öll þín innkaup
 • AppStore
 • Google Play store
 • Senda með tölvupósti
Ef þú ert ekki með iPhone eða Android getur þú tekið mynd og sent okkur strimil á mottaka@strimillinn.is

Staða verkefnisins

Strimlar
Þátttakendur
Verslanir
Verðlaun og tilnefningar

Gulleggið
GULLEGGIÐ 2015 — 1. SÆTI
Strimillinn tók þátt í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Klak-Innovit og bar sigur úr býtum.
Sjá umfjöllun
Nexpo
SPROTAFYRIRTÆKI ÁRSINS — TILNEFNING
Strimillinn var tilnefndur Sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni 2015, en Plain Vanilla tók verðlaunin heim þetta árið.
Tækniþróunarsjóður
FRUMHERJASTYRKUR
Strimillinn fékk frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði sumarið 2015.
Sjá úthlutun
Unnið af Loftfarinu